Kæru foreldrar fimm ára barna, vegna breyttra aðstæðna eigum við örfá pláss laus í 5 ára deild skólans á komandi skólaári. Í Ísaksskóla leggjum við áherslu á að mæta hverju barni á eigin forsendum með faglegan metnað, hlýju og jákvæðni að leiðarljósi. Hér er unnið af metnaði út frá aðferðum Ísaks við kennslu yngri barna sem einkennast af eldmóði og starfsgleði. Smelltu hér til að kynna þér allar h
Kæru foreldrar/forráðamenn. Hjartans þakkir fyrir skólaárið, velviljans í okkar garð og yndislegra samverustunda á vormánuðum. Með gleði í hjarta og bros á vör kveðjum við nemendur okkar sem ganga teinrétt út í sumarið með eftirvæntingu í andlitum. Útskriftarnemendum okkar óskum við gleði og gæfu á nýjum slóðum. Gleðilegt sumar, starfsfólk Ísaksskóla
Foreldrar og forráðamenn barna við Skóla Ísaks Jónssonar tóku þátt í viðhorfskönnun á vegum Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að skoða viðhorf foreldra til grunnskóla. Einnig líðan og stuðning við barnið. Auk þessa var nám, kennsla og stjórnun skólans metin. Úrtakið var valið af handahófi úr öllum skólum borgarinnar og fjórum sjálfstætt starfandi skólum. Hægt er að skoða niðurstöðurnar með því að s
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.